GRÓÐURFRÉTTIR

Velkomin í þetta tuttugusta og fimmta hefti Gróðurfrétta!
 
Kæru lesendur!

Velkomin til Gróðurfrétta.  Ég vona að lesendur njóti efnisins og ég vil gjarnan heyra viðbrögð ykkar.  Sumarið er komið og hrafnaklukkur, túnfíflar og geldingahnappar sjást um allt. Sumarregnið vökvar gróðurinn.  Aspir og birki skarta grænu laufi og sífellt fleiri huga að ferðalögum sumarsins.


Sendu okkur bréf og greinar um gróður og græn málefni til birtingar í næsta hefti Gróðurfrétta, þú getur líka skoðað eldri hefti á netinu.  Gróðurfréttir er fréttarit Þundar og um leið vettvangur fyrir grasafræði og vistfræði, umhverfismál og náttúruvernd.  Þú getur beðið um tengil á þinn vef í fréttabréfinu eða á tenglasíðunni.  Sendu okkur gjarnan ábendingar um efni í næsta fréttarit.


Við bjóðum upp á ferðir til að skoða gróður landsins, en ferðirnar eru bæði fræðandi og einstök upplifun. Yfirleitt um að ræða létta göngu og plöntuskoðun í villtri og hálfvilltri náttúru, t. d., á ströndum, hraunum, heiðum og útivistarsvæðum.  Þema ferðanna er hrífandi gróðurfar, sérstæð náttúrufyrirbæri og menning landsins.  Við könnum heiðar og hraun, gras- og blómlendi, strand- og vatnsbakkagróður, gróðursæla skóga og sandauðnir.  Um leið gefst nægur tími til að upplifa einstakt landslag, jarðfræði, og sögu og nútíð staðanna. 

Þund veitir einnig aðra líffræðiráðgjöf, m. a. umhverfimat, rannsóknir og aðra faglega þjónustu.  Við erum að byggja upp teymi líffræðinga, leiðsögufólks og þýðenda sem vilja vinna saman að uppbyggingu fyrirtækisins.  Vil heyra frá áhugasömum sem vilja vera með í uppbyggingunni hjá okkur eða styðja starfið með öðrum hætti.


--------------------------------------------------------------------------------------------

Kær kveðja,

Soffía Arnþórsdóttir

GRÓÐURFRÉTTIR eru gefnar út af Þund, Hafnarfirði

Hafðu samband

11. júní, 2021 -- Gróðurfréttir, hefti #025



DSCN0531_opt.jpg
img_0490_opt.jpg
john-schnobrich-FlPc9_VocJ4-unsplash_opt.jpg

Skráðu þig til að fá Gróðurfréttir!  -  Sign up to receive Botany News!





Þatttakendur