Umhverfismat

Þund veitir ráðgjöf í tengslum við líffræðilega fjölbreytni, náttúruvernd, auðlindanýtingu og garðyrkju. Við leggjum okkur fram um að tryggja viðskiptavinum okkar eins góða faglega þjónustu og unnt er.  Sérgrein okkar er mat á líffræðilegum samfélögum, einkum gróðri og skordýralífi.


Verkefnin beinast að náttúrlegu og manngerðu umhverfi, vistfræðileg gögn eru notuð í matsferlinu.  Fyrirtækið styður sjálfbæra nýtingu lands og endurheimt vistkerfa.  Jafnframt veitum við ráðleggingar um ræktun plantna: Lífræn ræktun, grænmeti og matjurtir, innlendar tegundir, tré og runnar og grasblettir.


Ráðgjöf frá fyrstu könnun til lokaskýrslu.  Miðað sérstaklega við einstaklinga, hópa og fyrirtæki.  Byggt á menntun og reynslu á sviði líffræði, grasafræði og vistfræði.  Skráðu þig á símafund til að fá frekari ráðgjöf.  Okkur er sönn ánægja að svara spurningum þínum sem varða sérfræðiþjónustuna!


Sérþekking:

 • Endurheimt gróðursamfélaga
 • Fæðukeðjurannsóknir
 • Grasafræði og vistfræði innlendra tegunda
 • Gróður- og fræforðasamsetning
 • Mat á vistfræðilegum þolmörkum
 • Ræktun grænmetis og jurta hér á landi
 • Samspil plantna og skordýra
 • Umhverfisáhrif
 • Úttekt á sjaldgæfum plöntum
 • Úttektir á trjákenndum gróðri
 • Vistfræði fræja
 • Vistfræði graslendis og grasflata
 • Vistfræði vegna skipulagsáforma
 • Vistkerfarannsóknir


Símaviðtal: 9.000 kr./ klst.

Vettvangsúttekt: 14.000 kr./klst.