Gróðurferðir

Við bjóðum ferðir sem beinast að innlendum gróðurstöðum.  Í ferðunum er lögð áhersla á flóru og einstaka vistfræði landsins.  Ströndin skartar stórfengum gróðri og þangi, en á hrjúfum hraunbreiðum með mosum og fléttum gætu fundist smágerðar en fagrar blómplöntur.  


Ólíkar plöntutegundir blómgast í hverjum mánuði.  Gróðurferðirnar veita þér innsýn í sumt af því allra besta sem náttúran hér býður upp á, þ.á.m. okkar fjölbreyttu flóru og fánu og sjónfagurt landslag.


Enda þótt sumarið sé aðaltími blómplantnanna, bjóðum við nú einnig ferðir allt árið þannig að þú getir kannað líf plantna að vetrarlagi.  Hluti ferðanna felst í léttri til hóflegri göngu.  Yfirleitt er áð fyrir samlokur en þú getur haft þitt eigið nesti meðferðis. 


Vertu alltaf í hentugum útivistarfötum, gönguskóm og taktu með þér regnkápu.  Ferðirnar eru í boði á ensku, íslensku og dönsku.  Ein af gróðurferðunum okkar er ágætt innlegg í ævintýrið þitt.


Ferðirnar og hápunktar ferðanna!


Náttúruskoðun í Reykjavík

Gengið er um Nauthólsvík í Skerjafirði og skoðað náttúrufar, skógrækt og strandlífverur á svæðinu.  Létt gönguferð um græn svæði í Laugardal og Elliðaárdal.  Njótum útivistar í Heiðmörk og göngum um valin svæði þar.  Upplifum náttúruna að vori, sumri og hausti og snæviþaktan skóg og norðurljós að vetri.  Ferðin er í boði allt árið.  Dagsferð.


Flóra og menning: Borgarfjörður

Könnum fjölbreytta flóru Borgarfjarðar og nágrennis, ásamt sögu og menningu svæðisins. Rútuferð um Borgarfjörð, gengið um valin svæði á láglendi m.a. söfn, fossa og jarðhitasvæði.  Stutt dagsferð.

Þríhyrnuferð: Þingvellir-Suðurströnd

Kynnumst gróðri og dýralífi á heiðum, ám, stöðuvötnum, láglendi og söndum Suðurlands. Rútuferð um allstórt svæði mest á láglendi. Gengið um valin svæði í þjóðgarðinum, við flúðir, á strönd og um friðland og hverasvæði á Suðurlandi.  Dagsferð.


Grasafræði og jarðfræði: Snæfellsnes

Ferðumst aðeins lengra frá borginni og upplifum stórbrotna náttúru Snæfellsness, gróður og jarðfræði. Rútuferð um allstórtsvæði. Gengið um valin svæði á Snæfellsnesi, þjóðgarður heimsóttur, gengið meðfram klettóttri strönd og dvalið við náttúruskoðun, áð á veitingastað, val um að fara í sund.  Löng dagsferð.

Sérstakar óskir

Þó að það sé ekki innifalið í grunnverðinu er hægt að panta nestispakka á 1500 kr. fyrir hvern þátttakanda.  Við getum skipulagt hádegismat/kvöldmat á veitingastað í lok ferðarinnar fyrir 3000 kr. á þátttakanda.

Við getum ráðlagt þér varðandi ferðatilhögun fyrir fjölskyldur, hópa eða ráðstefnugesti.

Vinsamlegast hafðu samband við okkur með góðum fyrirvara ef þú hefur sérstakar óskir.


Hafðu samband:Leitaðu í vefnum okkar - Search our web


search tips advanced search
search engine by freefind