Að skoða plöntur í sínu náttúrulega umhverfi er ævintýri líkast og við bjóðum fjölbreyttar gróðurferðir, allt frá því að kynnast gróðrinum á grænum reitum borgarinnar, til þess að sjá villtar plöntur á ströndum, hraunum og fjöllum hins hrikalega Snæfellsness.
Við bjóðum ferðir sem beinast að innlendum gróðurstöðum. Í ferðunum er lögð áhersla á flóru og einstaka vistfræði landsins. Ströndin skartar stórfengum gróðri og þangi, en á hrjúfum hraunbreiðum með mosum og fléttum gætu fundist smágerðar en fagrar blómplöntur.
Ólíkar plöntutegundir blómgast í hverjum mánuði. Gróðurferðirnar veita þér innsýn í sumt af því allra besta sem náttúran hér býður upp á, þ.á.m. okkar fjölbreyttu flóru og fánu og sjónfagurt landslag.
Hluti ferðanna felst í léttri til hóflegri göngu. Yfirleitt er áð fyrir samlokur en þú getur haft þitt eigið nesti meðferðis. Vertu alltaf í hentugum útivistarfötum, gönguskóm og taktu með þér regnkápu. Ferðirnar eru í boði á íslensku og ensku. Ein af gróðurferðunum okkar er ágætt innlegg í ævintýrið þitt.
Hvort sem það er innblásið af fegurð blómanna eða lönguninni til að þekkja plöntutegundir, munu allir sem hafa áhuga á innlendum gróðri njóta þess að taka þátt í gróðurferðum Þundar.
Jun 20, 22 09:19 AM
Jun 20, 22 09:16 AM
Jun 20, 22 09:15 AM
Skáðu þig á póstlistann - Sign up for the newsletter