GRÓÐURFRÉTTIR

Velkomin í þessa tuttugustu og sjöttu útgáfu Gróðurfrétta!

 

Kæru lesendur!

Velkomin í Gróðurfréttir, fréttarit Þundar.  Á meðan snjór og frost halda okkur inni hugum við flest að hlýrri árstíma, útiveru og ferðalögum sumarsins. Kannski eruð þið að hugsa um gróðurinn, hvort heldur er garðinn, grænu svæðin eða villtan gróður. Þund býður upp á Gróðurferðir og er meginstef ferðanna innlend flóra en samtímis eru ferðirnar fræðandi um annað náttúrufar og þjóðhætti. Boðið er upp á léttar gönguferðir, plöntugreiningu og náttúruskoðun, en í lengri ferðunum er einnig fræðst um landið sem ekið er um, m.a. strendur, árbakka og votlendi, hverasvæði, graslendi, heiðar og skóga. Samtímis er nægur tími gefinn til að upplifa náttúru og sögu landsins.

Þund býður nú fjórar ólíkar ferðir og teymið okkar hefur góða þekkingu á innlendu flórunni og áhuga á öllu tengdu plöntum, náttúrufari og menningu landsins. Þessari þekkingu er miðlað til þátttakenda í ferðunum sem gjarnan hafa mikinn áhuga á slíkum fróðleik.

Við vonumst til að þið komið með í eina af ferðunum til að kanna villtar jurtir, grös og lyng og önnur undur náttúrunnar og upplifa um leið andrúmsloft staðanna. Skráið ykkur endilega í eina af Gróðurferðum sumarsins með góðum fyrirvara.

Deilið gjarnan fréttabréfinu með tölvupósti, bloggi, vefsíðum, tísti og öðum miðlum. Við viljum mjög gjarnan fá tengla við aðrar vefi og félagsmiðlasíður með viðeigandi efni, eins og líffræði og vistfræði, vistvænni og heilsutengdri ferðaþjónustu, menningu og listum, og grænum lífsstíl.

--------------------------------------------------------------------------------------

Kær kveðja,

Soffía Arnþórsdóttir

GRÓÐURFRÉTTIR er gefnar út af Þund, Hafnarfirði

Hafðu samband

9. febrúar, 2022 -- Gróðurfréttir, hefti #026



DSCN0531_opt.jpg
img_0490_opt.jpg
john-schnobrich-FlPc9_VocJ4-unsplash_opt.jpg

Skráðu þig til að fá Gróðurfréttir!  -  Sign up to receive Botany News!





Þatttakendur