Birki, beit og loftslag

Hafnar eru rannsóknir á margþættum áhrifum beitar á birki (Betula pubescens) á Íslandi og í Lapplandi. Ólíkt loftslag í löndunum tveim kann að hafa áhrif á endurvöxt plantna eftir beit og viðnám plantnanna við beitardýrum. Könnuð voru áhrif ólíkra beitardýr, spendýra og skordýra, á endurvöxt birkis og hvort spendýrabeit hefði áhrif á viðnám birkis gegn skordýrum. Í tilraunum með spendýrabeit var líkt eftir beitinni með klippingum. Gerð beitarskemmda hafði áhrif á endurvöxt birkis. Spendýrabeit á brumum að vorlagi tafði vöxt og breytti vaxtarformi birkisins. Beitin dró úr nýliðun bruma og laufa, og dró úr vexti stuttsprota, en hafði ekki áhrif á vöxt langsprota né viðnám við fiðrildalirfum. Spendýrabeit hafði áhrif á hæðarvöxt ungra plantna en ekki lengdarvöxt greina á eldri trjám. Áhrif skógarmaðks á vöxt birkis voru ekki merkjanleg. Niðurstöður rannsókna á beitaráhrifum á birki hérlendis verðar bornar saman við niðurstöður frá Lapplandi. Í rannsókn á Lapplandi voru könnuð áhrif beitartíma, beitarálags, beitartíðni og beitargerðar á endurvöxt og viðnám plantnanna við skordýrum sem voru aðallega blaðlýs og bjöllur. Þetta er fyrsti liðurinn í langtímarannsóknum til að kanna áhrif loftslags á endurvöxt og viðnám birkis við beit.


Okkur er sönn ánægja að svara spurningum ykkar sem lúta að okkar sérfræðiþjónustu. Hikið ekki við að senda inn spurningar og sjáið hvort við getum hjálpað.  Ef þið eruð með fyrirspurn þarf bara að fylla inn formið hér að neðan, og senda inn spurninguna með því að smella á hnappinn.






Recent Articles

  1. Menningin og gróðurinn í Borgarfirði

    Feb 13, 23 05:44 AM

    Picture105_opt(1).jpg
    Menningin og gróðurinn í Borgarfirði

    Read More

  2. Botany and geology tour

    Feb 13, 23 04:32 AM

    iceland-2533996_1920_opt.jpg
    Botany and geology tour in Iceland

    Read More

  3. Reykjavik Nature Tour

    Jun 20, 22 09:19 AM

    img_0490_opt.jpg
    A daytour in Reykjavik

    Read More

Skáðu þig á póstlistann - Sign up for the newsletter