Kannaðir voru fræforðar í fjórum plöntusamfélögum í nágrenni Reykjavíkur, á Nesi við Seltjörn, í Viðey og á tveimur stöðum í Vífilstaðahlíð. Einnig var gerð athugun á fræforðum á Reynivöllum í Kjós.
Ekki virðist vera um að ræða beint samband milli hlutdeildar tegunda í gróðri og fræforða. Þó voru tegundir, sem höfðu fræforða, yfirleitt algengar í gróðri. Fræforði var helmingi meiri í Viðey en á Nesi þótt gróður væri mjög svipaður, mikið til sömu tegundirnar á báðum stöðum.
Á stöð neðarlega í Vífilstaðahlíð var krossmaðra (Galium boreale) langalgengasta tegundin í fræforða þrátt fyrir mikla tegundafjölbreytni tegunda á svæðinu. Á stöð efst í Vífilstaðahlíð, á gróðursnauðum mel, var mjög lítið af fræjum og sennilegt að ólífrænn jarðvegur ráði þar miklu um.
Hafðu samband ef þú ert með fyrirspurn.
Nov 08, 23 10:30 AM
Nov 08, 23 10:25 AM
Jul 29, 23 08:55 AM
Skáðu þig á póstlistann - Sign up for the newsletter