GRÓÐURFRÉTTIR

Velkomin í tuttugasta tölublað Gróðurfrétta!
 
MÁLEFNI:

1. Pistill frá ritstjóra
2. Skógarbotn norðlægra skóga
3. Blómakassinn

Pistill frá ritstjóra
Kæri lesandi!
Í þessu fréttabréfi, þú muntu finna sögur sem tengjast veröld plantna, og stuttlegar upplýsingar um þjónustu og vörur í boði hjá umhverfismatsfyrirtækinu okkar, Þund. Til að tryggja að þú missir ekki af mikilvægum uppfærslum, vinsamlegast, vertu viss um að gerast áskrifandi að þessu hálfsárslega fréttabréfi, Gróðurfréttum, og bókmerktu líka Bloggið á Eco-logy.com
Að vanda hefst fréttabréfið okkar á að ritstjórinn okkar býður ykkur innilega velkomin,  og leiðir síðan lesandann inn í greinar um grasafræði, í lok fréttabréfsins er góð blanda af óvæntu efni í blómakassa hlutanum.  Til marks um gæði fréttabréfsins okkar er ágætt að byrja á að skoða nýjasta fréttabréfiðFréttabréfasafnið er líka ágætur staður til að byrja að fylgjast með efninu frá okkur.

Skógarbotn norðlægra skóga
Þegar þú ferð út í birkiskóg muntu uppgötva yndislegan skógargróður, t.d. hávaxið blágresi (Geranium sylvaticium) með fjólubláum blómum meðfram jaðri skógarrjóðra og göngustíga.  Oft má finna graslundi í skóginum með grösum, s.s. hálíngresi (Agrostis capillaris) og bugðupunkti (Deschampsia flexuosa).   Skógargrjótið er gjarnan þakið lágvöxnu bláberjalyngi (Vaccinium uliginosum), með hvítum sætukoppum, safaríkum berjum, eða litfögrum haustlaufum allt eftir árstíma.  Annars staðar á skógarbotninum, má finna margar lágheimskauta jurtir, s.s. krossmöðruna (Galium boreale), sem skartar fínlegum, hvítum blómum.  Loks getur að líta græna mosabreiðu með mosum eins og fjaðurlíkum tildurmosa (Hylocomnium splendens).   Ef til vill, sestu þar með ferðafélögunum og getur þá sannarlega notið skógarbotnsjurta og -grasa, og litbrigða og ilms hvers ártíma í skóginum.  Kannski, heyrirðu söng skógarþrastarins (Turdus iliacus) næst þegar þú ferð út í skóg.

Blómakassinn
Gróðurfréttir fagnar góðum samskiptum við lesendur, þeim ykkar sem hafið áhuga á grasafræði og vistfræði, sem og þeim sem leita eftir sérfræðiþjónustu okkar. Gróðurfréttir er fréttabréf Þundar, vistfræðilegs ráðgjafarfyrirtækis og skipuleggjanda náttúruskoðunarferða frá Reykjavík.
Þund býður ferðir með áherslu á grasafræði og vistfræði Íslands.  Ferðirnar beinast að einstökum gróðri og náttúru landsins.  Flestir ferðirnar eru léttar til hóflegar gönguferðir í óbyggðum, t.d. á ströndum, hraunum og heiðum.  Þema ferðanna er dásamlegt gróðurfar, óvenjuleg náttúrufyrirbæri, og daglegt líf fólksins hér. Við könnum hraun, sveitir, strandgróður, votlendi, jarðhitagróður, heiðar og birkiskóga.  Ein af ferðum okkar, Árstíðirnar í skóginum, er í boði allan ársins hring.

Gróðurfréttir eru alltaf að leita að áhugaverðum veftenglum og öðru efni til að deila með lesendum okkar. Vinsamlegast sendu okkur ábendingar vegna fréttabréfsins og segðu okkur líka frá þínum áhugamálunum.

-------------

Kær kveðja,

Soffía Arnþórsdóttir

GRÓÐURFRÉTTIR er gefnar út af Þund, Reykjavík

Hafðu samband

14. nóvember, 2016 -- Gróðurfréttir, hefti #020



DSCN0531_opt.jpg
img_0490_opt.jpg
john-schnobrich-FlPc9_VocJ4-unsplash_opt.jpg

Skráðu þig til að fá Gróðurfréttir!  -  Sign up to receive Botany News!





Þatttakendur