GRÓÐURFRÉTTIR

Páskar

Velkomin í þessa tuttugustu og sjöundu útgáfu Gróðurfrétta!

Gleðilega páska, kæru lesendur!

Það eru tuttugu frábær ár síðan Þund hóf þjónustu sína.  Við viljum nota þetta tækifæri til að þakka tryggum viðskiptavinum okkar, frábæra liðinu okkar, vinum okkar og fjölskyldu og öllum sem hjálpuðu okkur á leiðinni, við hefðum ekki getað gert þetta án ykkar, með ykkur til framtíðar!

Þund veitir ráðgjöf varðandi líffræðilegan fjölbreytileika, náttúruvernd, auðlindir og stýringu.  Við höfum öflugt teymi sérfræðinga sem tekur að sér ráðgjöf fyrir iðnað og stór fyrirtæki á Íslandi.

Þund er einnig ferðaskipuleggjandi og býður nú upp á þrjár mismunandi ferðir. Teymið okkar hefur góða þekkingu á íslensku flórunni og áhuga á öllu sem tengist plöntum, náttúru og menningu landsins okkar fagra. Þessari þekkingu er miðlað til þátttakenda í ferðunum sem oft eru heillaðir af slíkri fræðslu.

Í þriðja lagi er Þund þýðingarþjónusta og býður einstaklingum og fyrirtækjum upp á vandaða þýðingarvinnu. Teymið okkar leggur mikla áherslu á þýðingar á sviði lífvísinda og getur aðstoðað einstaklinga og fyrirtæki við verkefni sín.

Þér er velkomið að deila fréttabréfinu með tölvupósti, bloggi, vefsíðum, tístum og öðrum miðlum. Við erum alltaf fús til að fá tengla á aðra vefi og samfélagsmiðlasíður með viðeigandi efni, svo sem líffræði og vistfræði, vistvæna og heilsutengda ferðaþjónustu, menningu eða listir og grænan lífsstíl.

--------------------------------------------------------------------------------------

Bestu kveðjur

Soffía Arnþórsdóttir

GRÓÐURFRÉTTIR eru gefnar út af Þund, Hafnarfirði

Hafðu samband

6. apríl, 2023 -- Gróðurfréttir, hefti #027



DSCN0531_opt.jpg
img_0490_opt.jpg
john-schnobrich-FlPc9_VocJ4-unsplash_opt.jpg

Your second block of text...

Skráðu þig til að fá Gróðurfréttir!  -  Sign up to receive Botany News!





Þatttakendur