Norðlæg graslendi

Gróður graslendis er mjög fjölbreyttur, en yfirleitt eru grös ríkjandi.  Á sumrin þekur grænt gras hlíðar og dali, árbakka, víkur og eyjar, en á veturna sjást sinustrá í snævi þöktum túnum.  Graslendi er ekki einungis notað til búfjárbeitar og sláttu, heldur einnig til útiveru og íþróttaiðkana.  Grösin þola vel beit og traðk búfjár og óblíð náttúruöfl eins og þurrk, flóð og frost.  Vaxtarbroddur grasplöntunnar liggur nærri jörðinni, þannig að stórir grasbítar skera laufið yfirleitt í sundur fyrir ofan aðalvaxtarsvæðið sem geri plöntunni kleift að ná sér fljótt á strik.

Grös hafa granna stilka, löng og mjó græn blöð, og blómskipunin er ýmist ax eða puntur.  Af innlendum grösum má nefna bugðupunt (Deschampsia flexuosa) og snarrótarpunt (Deschampsia caespitosa) sem sveigast í vindinum, fínleg língresi eins og hálíngresi (Agrostis capillaris) og týtulíngresi (Agrostis vinealis), og litfögur grös eins og rauðleitan túnvingul (Festuca richardsonii) og blágrænt vallarsveifgras (Poa pratensis).  Margar plöntur í graslendi teljast ekki til grasa heldur tvíkímblaða jurta.  Má þar nefna plöntur sem bera gul blóm eins og sóleyjar (Ranunculus spp.) og túnfífla (Taraxacum spp.),  túnsúrur (Rumex acetosa), sem skarta rauðleitum blómklasa, og bleik blóm hrafnaklukkunnar (Cardamine pratensis).  Í sendnu graslendi glittir víða í silfurlituð lauf tágamurunnar (Potentilla anserina), djúpgræn blöð og ljósar blómkörfur vallhumalsins, og stundum sníkjujurtina lokasjóð (Rhinanthus minor).  Loks má nefna jurtir af ertublómaætt eins og umfeðming (Vicia cracca) og hvítsmára (Trifolium repens) sem bæta jarðveginn með hjálp gerla í rótarhnýðunum. 

Graslendið er gjöfult og nytjað fyrir uppskeru, beit sauðfjár, nautgripa og hrossa, og sem grasvellir og flatir við bústaði manna.  Landnýting hefur áhrif á frjósemi landsins, fjölbreytileika plantna og flókið samspil lífvera í grassverðinum og moldinni. Fjölskrúðugar fæðukeðjur stórra og smárra lífvera þrífst á gróðrinum. Jafnframt verða lífrænar leifar grasa og tvíkímblaða jurta fæða fyrir gerla, sveppi, ánamaðka og skordýralirfur.  Á sumrin vex upp mergð af tvívængjum og fiðrildalirfum og verða fæða fyrir fugla, t. d. heiðlóur (Pluvialis apricaria) og stara (Sturnus vulgaris).  Víða í nágrannalöndunum hörfa grasengi vegna skipulagsáforma og breyttrar landnýtingar og um leið eiga villtar plöntur og dýr sem þar lifa undir högg að sækja. Enda þótt graslendið sé oftast hálfnáttúrleg fremur en villt náttúra, þarfnast þetta vistkerfi verndar til framtíðar. 

 



DSCN0531_opt.jpg
img_0490_opt.jpg
john-schnobrich-FlPc9_VocJ4-unsplash_opt.jpg



Fáðu nýjustu fréttir og tilboð frá Þund!

Get updates and special offers from Thund!





Þatttakendur



Daisy Baby Shop - Baby Slings and Parenting Essentials



We offer a complete solution for gut health products that improve your state of well-being in the body, mind, and soul.



Womens Dresses, Fashion, Clothing and Accessories - Nazz Collection Online Store



Flooring365.co.uk for Oak Engineered Flooring, Solid Wood Flooring and Parquet Flooring
 SETSOFRAN Shop elegant styles



Join the CPD Online College and benefit from a great training course that benefits your career and CPD accredited certification sent out the next day



Equestrian Co. - Shop Country Clothing, Stable and Field Supplies



Flooring HUT are No.1 in the UK for online flooring. Suppliers of Polyflor, Karndean, Amtico, Cormar carpets, underlay, luxury vinyl tiles, laminate, wood and safety floors