Fimm daga plöntuleiðangur

Ströndin skartar einstæðum gróðri og sjávarþangi.  Breið hraunin eru þakin mosa- og fléttugróðri.  Hér og hvar getur að líta harðgerðar og smávaxnar jurtir og grös, sem engu að síður gleðja augað.  Ólíkar plöntutegundir blómstra i hverjum mánuði. Þessi ferð er einstakt tækifæri til að læra  um grasafræði og náttúru Íslands, með góðri blöndu af skoðunarferð og náttúruupplifun á ýmsum áhugaverðum stöðum.

Ferðalýsing:

1.-2. dagur: Ferðast með rútu frá Reykjavík um bæi og kaupstaði á Suðurlandi, létt ganga og plöntuskoðun í nokkrum hraunum, mýrlendum og ströndum á fyrri helmingi ferðarinnar. Samlokubiti eða hádegishlé á litlum matsölustöðum.  Næturgisting ásamt kvöldverði og morgunverði á vingjarnlegum gististöðum, nægur tími gefinn fyrir göngutúra og plöntuskoðun í næsta nágrenni.  Ferðast með rútu meðfram Ölfusánni og Soginu til norðurs að Þingvallavatni og lífríkið skoðað á leiðinni og innan Þingvallaþjóðgarðsins. Ferðast með rútu til Borgarfjarðar.

3. dagur: Létt ganga og plöntuskoðun nærri heitum hverum og fossum, heimsókn á markaði og sögusöfn og hádegisverður í Borgarnesi.  Eftir hádegi höldum við áfram að kanna áhugaverðan gróður á leiðinni um Borgarfjörð og að áfangastaðnum okkar á Snæfellsnesi.

4.-5. dagur: Heimsókn í þjóðgarðinn fagra á Snæfellsnesi og könnun á gróðurfari og jarðfræði svæðisins. Dvalið aðra nótt á gististað á Snæfellsnesi.  Ekið um norðurströnd Snæfellsness og kostur gefinn á að baða sig í náttúrlegum heitum laugum á leiðinni.  Numið staðar á nokkrum stöðum til að kanna fjalla- og láglendisgróður.

Plöntuferðirnar eru upplifun á því besta sem náttúran hér hefur upp á að bjóða, m. a. fjölbreyttri náttúru og svipmiklu landslagi. Þema ferðarinnar er plöntulíf, náttúrufyrirbæri og einstök saga landsins. Í ferðinni eru könnuð hraun, sveitabýli, strandgróður, votlendi, jarðhitagróður, birkiskógar og heiðalönd.  Um leið gefst nægur tími til að upplifa andrúmsloft og sögu staðanna. Þessi ferð veitir þér frábært tækifæri til að læra um flóru, jarðfræði og sögu landsins okkar.  Ferðast aftur með rútu til Reykjavíkur.


Sendið okkur fyrirspurnir:DSCN0531_opt.jpg
img_0490_opt.jpg
john-schnobrich-FlPc9_VocJ4-unsplash_opt.jpg
Skráðu þig til að fá Gróðurfréttir!  -  Sign up to receive Botany News!

Þatttakendur