Vöxtur og viðnám birkis

Þessi rannsókn beinist að samspili jurtaætna og íslenska birkisins (Betula pubescens) á athugunarstað á Suðvesturlandi. Birki er undirstaða mikilvægra fæðukeðja dýra hérlendis. Skógurinn er framleiðinn mælt í lífmassa laufa og fræframleiðslu. Sérhæfð skordýr og hryggdýr, sem éta lauf og fræ, eru mikilvægar jurtaætur í þessu kerfi, meðan önnur dýr forðast beiskjuefnin í birkifræjum og laufum. Skordýrafaraldrar á birki hafa verið skráðir af náttúrufræðingum á tuttugustu öld og á fyrri öldum. Hefðbundin sauðfjárbeit á sér enn stað í náttúrlegum birkiskógum þótt tekist hafi að friða sum skógarsvæði. Það er mikilvæg spurning hvaða áhrif sauðfjárbeit hefur á vöxt, æxlun og skordýraviðnám birkis. Sauðfé kýs oft ungt birki fram yfir annan gróður. Sókn sauðfjár er meiri í birki og aðrar viðarkenndar tegundir þegar lítið framboð er á jurtkenndum kjörplöntum. Samanburður er gerður milli birkiplantna af ólíkum aldurshópum. Í tilraunum voru könnuð áhrif beitar að vorlagi og mismunandi beitargerðar fyrir endurvöxt birkis.

Athuganir voru gerðar á samspili birkis og birkifiðrilda, aðallega Epinotia solandriana en einnig Operophtera brumata, en ummerki um lirfurnar sjást sem vefhýsi á laufunum. Líkt var eftir beit að vorlagi með því að klippa endabrum á eldri plöntum í Heiðmörk. Þegar hermt var eftir beitinni dró úr nýliðun laufa og bruma. Laufgun birkisins varð þegar lofthiti hafði verið yfir frostmarki í þrjár vikur, og fljótlega eftir laufgun varð mikil fjölgun á vefhýsum trjámaðka á laufum. Áhrif klippinga á brumum og laufum voru merkjanleg á hæðarvöxt fræplantna. Langtímamarkmið beitarrannsókna á íslensku birki er að fá samanburð milli svæða, þar sem birkið vex í ólíkum jarðvegi og loftslagi.


Ef spurningar vakna má senda okkur línu.DSCN0531_opt.jpg
img_0490_opt.jpg
john-schnobrich-FlPc9_VocJ4-unsplash_opt.jpg


Recent Articles

 1. Professional translation

  Nov 08, 23 10:30 AM

  marvin-meyer-SYTO3xs06fU-unsplash.jpg
  Professional translation

  Read More

 2. Faglegar þýðingar

  Nov 08, 23 10:25 AM

  ylona-maria-rybka-VCSk9nvMgBI-unsplash.jpg
  Faglegar þýðingar

  Read More

 3. Icelandic Course

  Jul 29, 23 08:55 AM

  Language.learning
  Icelandic Course

  Read More

Skáðu þig á póstlistann - Sign up for the newsletter