Vöxtur og viðnám birkis

Þessi rannsókn beinist að samspili jurtaætna og íslenska birkisins (Betula pubescens) á athugunarstað á Suðvesturlandi. Birki er undirstaða mikilvægra fæðukeðja dýra hérlendis. Skógurinn er framleiðinn mælt í lífmassa laufa og fræframleiðslu. Sérhæfð skordýr og hryggdýr, sem éta lauf og fræ, eru mikilvægar jurtaætur í þessu kerfi, meðan önnur dýr forðast beiskjuefnin í birkifræjum og laufum. Skordýrafaraldrar á birki hafa verið skráðir af náttúrufræðingum á tuttugustu öld og á fyrri öldum. Hefðbundin sauðfjárbeit á sér enn stað í náttúrlegum birkiskógum þótt tekist hafi að friða sum skógarsvæði. Það er mikilvæg spurning hvaða áhrif sauðfjárbeit hefur á vöxt, æxlun og skordýraviðnám birkis. Sauðfé kýs oft ungt birki fram yfir annan gróður. Sókn sauðfjár er meiri í birki og aðrar viðarkenndar tegundir þegar lítið framboð er á jurtkenndum kjörplöntum. Samanburður er gerður milli birkiplantna af ólíkum aldurshópum. Í tilraunum voru könnuð áhrif beitar að vorlagi og mismunandi beitargerðar fyrir endurvöxt birkis.

Athuganir voru gerðar á samspili birkis og birkifiðrilda, aðallega Epinotia solandriana en einnig Operophtera brumata, en ummerki um lirfurnar sjást sem vefhýsi á laufunum. Líkt var eftir beit að vorlagi með því að klippa endabrum á eldri plöntum í Heiðmörk. Þegar hermt var eftir beitinni dró úr nýliðun laufa og bruma. Laufgun birkisins varð þegar lofthiti hafði verið yfir frostmarki í þrjár vikur, og fljótlega eftir laufgun varð mikil fjölgun á vefhýsum trjámaðka á laufum. Áhrif klippinga á brumum og laufum voru merkjanleg á hæðarvöxt fræplantna. Langtímamarkmið beitarrannsókna á íslensku birki er að fá samanburð milli svæða, þar sem birkið vex í ólíkum jarðvegi og loftslagi.


Ef spurningar vakna má senda okkur línu:

Recent Articles

 1. Botanical Tours

  Aug 04, 20 12:58 PM

  Customized tours guiding you through the native vegetation of Iceland, enjoying the nature and beauty of Iceland.

  Read More

 2. Botany News articles

  Jul 26, 20 12:20 PM

  Botany News articles - educational material

  Read More

 3. Botany and geology: Snæfellsnes - Booking

  Jul 23, 20 08:55 AM

  Botany and geology: Snæfellsnes - Booking

  Read MoreWe provide all the vitamins, minerals and supplements you need to achieve a personal, balanced diet
COLOKO - Welcome to the world of colour, comfort and style. Our fabulous new collection of flip flops, sandals and shoes will brighten up your day
Swarovski Jewellery Earrings Bangles Bracelets Necklaces from Destiny


Leading supplier of rattan garden furniture, and sofa set, offering a modern and elegant range of furniture sets available at great deals
Aluminium Fruit and Vegetable Cages from Gardening Naturally
Natural Health, Organic and Beauty Products by Natures Healthbox